loading

Augnablik...

Starfsemin

Starfsemin

Heimilinu er ætlað að vera athvarf og hvíldarstaður þar sem hvert barn getur notið sín og fengið þá nánd og aðhlynningu sem er nauðsynlegt þroska þess og aðstæðumVinasetrið er heimili og vettvangur fyrir börn sem þurfa á stuðningsfjölskyldum að halda að mati félagsþjónustunnar og foreldra og forráðamanna.

Heimilinu er ætlað að vera athvarf og hvíldarstaður þar sem hvert barn getur notið sín og fengið þá nánd og aðhlynningu sem er nauðsynlegt þroska þess og aðstæðum.

Á heimilinu vinnur fagfólk með menntun og reynslu. Hvert barn mun koma í heimsókn ásamt forráðamönnum áður en dvöl hefst og gefur það starfsfólki tækifæri á að kynnast barninu, aðstandendum og aðstæðum þess. Starfsfólkið eru umönnunaraðili barnsins á meðan á dvöl þess stendur í Vinasetrinu og sér um að fylgjast náið með líðan barnsins til skemmri og lengri tíma og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið. Takmark starfseminnar er að hvert barn finni að það eigi stuðningsfjölskyldu í Vinasetrinu.

Öll mál er farið með sem trúnaðarmál og fyllsta öryggis gætt við meðferð persónuupplýsinga. Einnig eru starfsmenn og rekstraraðilar heimilisins tilbúnir að taka þátt í teymisvinnu við mál barna í samvinnu við félagsþjónustuna, skóla og heimili til að styðja sem mest við barnið og þá heildrænu þjónustu og stuðningsnet sem það á rétt á.

Tímabil sem heimili er ætlað að starfa
Vinasetrið er starfrækt alla mánuði ársins.

Aldur barna
Heimilið getur tekið til dvalar börn á aldrinum 6-15 ára.

Aðstæður barna
Heimilið, starfsemi þess og starfsfólk telur sig vel í stakk búið til að taka á móti börnum og aðstaðan hentar vel til leiks, nærveru og hvíldar. Hvert barn er einstakt og mun fá góða umönnun við hæfi.
Fyrir börn sem standa höllum fæti félagslega, eru hlédræg og vinafá er heimilið góður kostur en stöðugt er unnið að valdeflingu og betri félagsfærni.

Tímabil hvers barns
Hvert barn getur dvalið á heimilinu að lágmarki eina helgi í mánuði og að hámarki hverja helgi í mánuði.
Barn getur verið frá nokkrum vikum til margra ára með Vinasetrið sem stuðningsfjölskyldu.

Vinasetrið er með rekstrarleyfi frá Barnaverndarstofu og starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu.