loading

Augnablik...

Til foreldra og forráðamanna

Til foreldra og forráðamanna

Kæra foreldri/forráðamaður.

10373661_855833231144305_8376410434675416989_n (1)Það getur komið sá tími í lífi hverjar fjölskyldu að nauðsynlegt er að fá aðstoð í formi stuðningsfjölskyldu. Stundum þarf að hvíla foreldra, stundum þarf að hvíla barn og stundum þurfa allir smá hvíld og stuðning.
Það er margt sem getur valdið slíku ástandi en oftast er um að ræða veikindi foreldris eða systkinis, langvarandi erfiðleika, álag, lítið eða ekkert stuðningsnet, tímabundna skerðingu á umönnunargetu eða einfaldlega þörf á hvíld frá aðstæðum.
Við hjá Vinasetrinu dæmum ekki og engar aðstæður barns eru of ómerkilegar til þess að njóta ekki stuðnings ef þannig stendur á. Það er engin skömm að óska eftir aðstoð og fá stuðning sem að fullnægir þörfum barnsins og fjölskyldu þess og leggjum við okkur fram við það að þið upplifið öryggi í nálgun okkar og umönnun.

Öll mál er farið með sem trúnaðarmál og fyllsta öryggis er gætt við meðferð persónuupplýsinga.

Við hlökkum til að kynnast þér og barninu þínu og bjóðum ykkur velkomin í Vinasetrið!