loading

Augnablik...

Ferlið okkar

Ferlið okkar

Ferlið við inntöku barns og dvöl þess má skipta í sjö þætti:

  1. Umsókn er móttekin frá þjónustustofnunum, forráðamönnum eða sveitarfélögum. Í umsókn kemur fram hversu oft barnið á að dvelja í hverjum mánuði, yfir hvað langt tímabil og helstu upplýsingar.
  2. Forstöðumaður óskar eftir upplýsingum um aðstæður barns. Unnið er úr upplýsingunum, þær skráðar og samningur um stuðningsþjónustu er gerður.
  3. Hópur er ákveðin fyrir barnið og fundið er út með forráðamönnum hvaða tími hentar best fyrir það að koma og heimsækja Vinasetrið með barninu.
  4. Barnið og forráðamenn þess koma í heimsókn í Vinasetrið og kynna sér aðstæður. Í þessari heimsókn sýnir starfsfólk Vinasetrið og kynnir fyrir barninu hvað sé framundan s.s. fyrsta helgin eða sólarhringurinn á heimilinu og hvernig allt muni ganga fyrir sig fyrst um sinn. Einnig fær barn og forráðamaður lista yfir hvað þurfi að taka með í þessari heimsókn og nánari leiðbeiningar.
  5. Barnið mætir á ákveðinn stað og tekur starfsfólk vel á móti því. Því næst hefst dvöl barnsins í húsnæði Vinaseturs. Dvölin hefst með öllu því sem henni fylgir og er barnið miðpunktur hennar.
  6. Eftir hvert skipti sem barnið hefur dvalið á heimilinu er skráð niður líðan þess og ef eitthvað óvenjulegt hefur komið upp á.
  7. Þegar dvöl barns lýkur endanlega á heimilinu er gerð stutt skýrsla um hvort að markmiðum með úrræði hafi tekist og af hverju úrræðinu sé lokið. Skýrslan er svo afhent þjónustustofnunum sem sóttu um úrræðið fyrir barnið og mynda stuðningsnet þess.