loading

Augnablik...

Lífið í Vinasetrinu

Lífið í Vinasetrinu

Við tökum vel á móti barninu þínu og tryggjum að gleði og tilhlökkun einkenni helgardvöl þess!

Takmark starfseminnar og heimilisins er að börnin finni að þau eigi stuðningsfjölskyldu og þétt stuðningsnet í kringum sig og er hugmyndafræði starfseminnar sú að líkja hvað mest eftir venjulegu heimili.

Börnin taka þátt í heimilishaldinu, þau fá að vera með í að elda og baka, velja það sem þau langar að gera, stunda frístundir, eiga sér sinn fasta stað og rúm, halda upp á afmæli, merkisdaga og árstíðir o.s.frv.

Einnig er hluti af hugmyndafræðinni að halda uppi ákveðnum ramma sem felur í sér hefðir og gildi sem flest heimili hafa, líkt og samveru, útiveru, leik og fasta matmálstíma og svefntíma.

Á föstudögum eru t.d. pizzu og spilakvöld  og laugardagarnir einkennast af útiveru , leik og fínni mat, kúri og kvikmynd á laugardagskvöldum en sofið er út á sunnudögum ef vilji er fyrir hendi.

Fastir liðir eins og venjulega er að lesið er fyrir háttinn spennandi saga öll kvöld og ákveðið í nokkrum atriðum dagurinn sem er framundan.

Vöffluratleikur, sund, útilega í garðinum, föndur, bátakeppni, bakstur, leikrit og Tarzanleikur er alltaf vinsæl og svo syngjum við og leikum okkur af hjartans list með það að markmiði að allir séu virkir og fái verkefni og stuðning við hæfi.

Ekki er leyfilegt að taka með síma eða tölvuspil og er hugmyndafræðin sú að hvíla barnið sem mest frá sjónvarpi, tölvum, símum og öllu slíku. Hægt er þó að ná í starfsmenn í síma allan sólarhringinn.