Guðrún Arinbjarnardóttir er framkvæmdastjóri Vinasetursins.
Guðrún er löggiltur félagsráðgjafi og náms- og starfsráðgjafi. Hún hefur lengst af unnið sem skólafélagsráðgjafi og náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla. Einnig hefur hún mikla reynslu af því að vinna í ýmsum búsetu- og hvíldarúrræðum fyrir börn og fullorðna með fatlanir t.d. á skammtímavíst fyrir börn, á sambýli fyrir unga karlmenn með einhverfu og í þjónustukjarna fyrir fullorðna.
Guðrún hefur kennt á félagsfærninámskeiðum fyrir börn með ADHD og veitt uppeldis- og fjölskylduráðgjöf fyrir foreldra barna með hegðunar-, samskipta- og/eða námsörðugleika. Hún hefur einnig sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands í skólafélagsráðgjöf, skrifað greinar og haldið erindi um félagsráðgjöf í skólum